25.1.2010 | 20:25
Við getum alveg hjálpað strax
Auðvitað grípa um sig óskynsamlegar tilfinningar eins og það að troða bara öllum börnum upp í næstu flugvél og koma þeim burt úr þessu hræðilega umhverfi eins og höfuðborg Haítí og nágrenni hennar er í dag, við að lesa svona fréttir trekk í trekk.
En mun raunhæfari kostur sem skilar sér strax til barnanna er að styrkja þá starfsemi sem nú þegar er þar í gangi. Það er nokkuð öruggt að hjá þeim verður nóg að gera næstu misserin:
http://www.sos.is/hvernig-get-eg-hjalpad/
Ættleiðing varasöm strax í kjölfar hamfara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 15:08
Oft var þörf...
...en nú er nauðsyn að skerpa aðeins á skattavitundinni. Var einmitt á skattanámskeiði í morgun um fjármagnstekjuskatt - hélt það yrði nú endanlega mitt síðasta og sofnaði fram á borðið... sem hefði kannski verið allt í lagi ef ég hefði setið aftast en ekki á fremsta bekk
Góða skemmtun á morgun, en ekki gleyma kaffinu - seriously...
Uppselt á fund um skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)